ATHUGIÐ! Bloggar.is mun loka 1. apríl 2016!
Félag Íslenskra Námsmanna í Osló og Nágrenni

Ísl - Nor


FÍSN

Félag Íslenskra Námsmanna í Ósló og Nágrenni (FÍSN) eru hagsmunasamtök stúdenta. Aðalmarkmið FÍSN er að gæta hagsmuna félagsmanna, efla samheldni þeirra og félagslíf. FÍSN hefur aðstöðu í Guðrúnarstofu þar sem stúdentar og aðrir velunnarar félagsins hittast. í Guðrúnarstofu er eitt stærsta íslenska bókasafn í Ósló. Hægt er að fá stofuna lánaða fyrir hverskonar tækifæri, fundi eða veisluhöld.

Félag íslenskra námsmanna í Ósló og nágrenni (FÍSN)
S5104
Rolf. E. Stenersens allé 28
N-0858 Oslo

Sími formanns: 00 47 48608418 - Bergþóra Hallbjörnsdóttir

NÝ HEIMASÍÐA FÍSN!

26. júlí 2009 klukkan 13:23

Verið velkomin á nýja heimasíðu FÍSN: 

www.fisn.wordpress.com

Kveðja, Bergþóra og Bergþóra

Félag íslenskra námsmanna í Osló

Sala á ýmsu dóti

09. júní 2009 klukkan 00:57

Blessuð og sæl

Þar sem ég er að flytja er ég að reyna að losa mig við fullt af dóti, er tilbúin að selja það fyrir lítinn pening, og því set ég ekki upp neitt verð á hlutina en fólk getur bara boðið í það sem það myndi vilja.  Ef um flutingsvandamál er að ræða, gæti jafnvel verið að ég gæti komið einhverju af þessu til ykkar er ég verð með bílaleigubíl hérna í júní, en ekki stæðstu hlutunum!  Það sem ég er með hérna er flest allt keypt í ikea

Til sölu er:
Hylla  (er með tvær typur önnur er gefins)
tv borð
akai sjonvarp
skrifborð (alve ikea borð)
náttborð
rúm 120x200cm (sultan skymning keypt i ikea)

ætlaði að setja inn myndir gekk einhvað illa kannski vegna þreytu enda klukkan orðin margt, en áhugasamir gætu sent mér póst helgahugrakka@hotmail.com og ég sent þeim myndir á tölvupósti!!

Kveðja Helga Sigríður

 

Félag íslenskra námsmanna í Osló

Bíóferð-Englar og Djöflar Föstudaginn 5.júni kl.18.15 í Colosseum

04. júní 2009 klukkan 11:58

Komiði sæl
Við ætlum að skella okkur í bíó á morgun, föstudag 5.júni kl.18.15 á Engla og Djöfla í Colosseum og svo á einhvern pöbb í nágrenninu að fá okkur eins og einn drykk eða svo.
Viljum endilega fá fleiri með okkur eða hitta okkur eftir bíóið í bjór...
Endielga skráið athugasemdir eða hafið samband td. við Inga í sima 46393989 ef þið hafið áhuga á að joina.

Kv. Ingi Þór, Hugrún Ósk og Geir

Félag íslenskra námsmanna í Osló

Ískórinn og Ragnheiður Gröndal

21. maí 2009 klukkan 19:32

Hæ öll

Ég vill vekja athygli ykkar á tónleikum Ískórsins og Ragnheiðar Gröndal á laugardaginn klukkan 17:00 í Grønland kirkju. Sungin verða íslensk og erlend þjóðlög. Tónleikarnir eru þannig uppbyggðir að kórinn mun syngja sér, Ragnheiður Gröndal mun syngja ásamt bandi sínu og svo syngjum við nokkur lög öll saman.

Það er ekki á hverjum degi sem okkur gefst tækifæri til þess að upplifa íslenska tónlist hér í Osló, hvað þá með svona flottri söngkonu!!

Ég vonast til þess að sjá sem flest ykkar. Verðinu er stillt í algjört lágmark og kostar því aðeins 80 krónur fyrir stúdenta. Ef það er einhver sem ekki er stúdent er möguleiki að kaupa miðan á 100 krónur í gegnum mig eða Siggu Gísla fyrir 100 krónur. Sendið okkur bara SMS og þá setjum við miðann í andyrið á kirkjunni merktan ykkur (93801582).

Bestu kveðjur
Inga slynga
Félag íslenskra námsmanna í Osló

Eurovision vikan og Aðalfundur 2009

11. maí 2009 klukkan 18:33

Kæru vinir. 

Nú á morgun er Ísland að keppa í Eurovision og þá ætla þónokkrir að hittast uppí Guðrúnarstofu. Saga ætlar að mæta með lyklana klukkan 19:30 og þá getur fólk grillað og komið sér í gírinn fyrir keppnina.  Jóhanna Guðrún mun vonandi slá öll met og komast í aðalkeppnina til að vinna svo, smá bjartsýni hér á ferð en auðvitað vonar maður það besta! 

Á fimmtudaginn er svo mæting á svipuðum tíma og þá mun Noregur keppa og búast flestir við að þeir komist áfram svo við getum nú haldið svakalegt partý á laugardeginum þegar aðalkeppnin er.  

Laugardaginn 16.maí verður svo aðalkeppnin og þá vonandi verður Ísland komið áfram ásamt Noregi.  Þetta verður svakalegt partý og væri nú ekki gaman ef allir kæmu með smá góðgæti með sér til að deila með næsta manni...
Klukkan 18:30 hefur núverandi stjórn ákveðið að hafa Aðalfund sem myndi þá vera í um kukkutíma og eftir það myndum við svo grilla og hafa gaman! Eurovison keppnin byrjar svo 21:00 og hvet ég alla til að koma með fánana sína til að hvetja. 
Á AÐALFUNDINUM verður þetta á dagskrá: 
a. Skýrsla stjórnar b. Reikningar c. Lagabreytingar d. Kosningar e. Önnur mál 

Vonast til að sjá sem flesta á Eurovison og á Aðalfundinum, bæði nýja og gamla félaga!

Kær kveðja,
Stjórn FÍSN 

Félag íslenskra námsmanna í Osló

Eurovision partý 2009!!!

04. maí 2009 klukkan 20:00
Sælt veri fólkið! 
Núna er langt síðan við hittumst uppí Guðrúnarstofu og núna í næstu viku er Eurovision vikan mikla!
Á þriðjudaginn 12.maí er  fyrsti hluti forkeppni þar sem Ísland keppir, fimmtudagurinn 14.maí er Noregur að keppa í seinni hluta forkeppni. Svo á laugardaginn er svo stóra keppnin 16.maí!
Komum saman og horfum á þetta, svo getum við gert smá leik úr þessu og haft gaman eins og í fyrra!
Þetta er jú á kvöldmatartíma(íslenskum) og það er vel hægt að grilla saman fyrir en þá verður að koma með grill með sér því eigandinn á grillinu fína er búin að fá gripinn til sín og þökkum við öll kærlega fyrir lánið :0*

Langar að kanna áhuga á hvort fólk vilji hittast þriðjudag/fimmtudag/laugardag eða bara alla daganna?
 
Vonast til að fá svar sem fyrst,
Kær kveðja,
Bergþóra 
Félag íslenskra námsmanna í Osló

Boð á fótboltaleik Stabæk vs. Lyn - SVARA FYRIR MORGUNDAGINN KL: 16:00 Á TÖLVUPÓSTINN SEM GEFIN ER UPP!

29. apríl 2009 klukkan 18:23
Hérna er boðið sem við höfum öll fengið: 

Íslenskt kvöld i Telenor Arena

Þrír íslenskir landsliðsmenn verða í sviðsljósinu þegar Stabæk tekur á móti Lyn i Telenor Arena þann 3.maí kl. 18.00. 
Pálmi Rafn Pálmason(Stabæk), Indriði Sigurðsson (Lyn) og Theodór Elmar Bjarnason (Lyn) vilja allir að ÞÚ, sem býrð í Osló og nágrenni og ert í samlandi þeirra, komir og horfir ÓKEYPIS á leikinn!

Ef þú ert íslendingur og hefur gaman af fótbolta, pantaðu þá miðann þinn fyrir fimmtudaginn 30. Apríl kl16.00 með því að senda tölvupóst á netfangið maiken.pape@stabak.no og vertu með á íslensku kvöldi og leiknum milli Stabæk-Lyn. 

Onkel Blaa Telenor Arena gæti verið góður staður til að hittast á fyrir leikinn og fá sér einn kaldan. Eigum við að hittast kl. 16.00?


Svarið sem fyrst með því að senda tölvupóst.  
kveðja,
Bergþóra
Félag íslenskra námsmanna í Osló

Kosningavaka - Tengi úr tölvu (Mac) í sjónvarp?

23. apríl 2009 klukkan 15:56
Sæl öll!

Ég er að reyna að redda einhvers konar sýningarvél svo hægt verði að horfa á kosningavökuna (eða allavega reyna það, býst fastlega við að RÚV vefurinn verði ekki alveg upp á sitt besta) og langar því að spyrja hvort þið eigið annað hvort skjávarpa (það má spyrja!) eða snúru úr VGA tenginu mínu í sjónvarp.. það lítur svona út: http://www.laikeet.com/catalog/images/1to4.jpg

Ég ætla að spyrja í kórnum mínum í kvöld en annars verðum við bara að þola tölvuskjá! :)

Heimilisfangið er sem fyrr:

Jens Bjelkes gate 60 íbúð 808 (hægt að taka t.d. 20 bussen eða alla T-bana til Tøyen)

Endilega koma með eitthvað gott á hlaðborð þannig að við getum haldið okkar eigin kosningakaffi! Já og að sjálfsögðu eitthvað að drekka.

Mæting ca. 8-9, ekkert stress samt.. og þessu lýkur bara þegar því lýkur!

Sjáumst hress og kát

 

Félag íslenskra námsmanna í Osló

Kosningavaka 2009 laugardagskvöldið 25 apríl

17. apríl 2009 klukkan 16:31
Heil og sæl kæru Físnarar

Er ekki alveg kjörið að halda kosningavöku laugardagskvöldið 25 apríl í tilefni alþingiskosninganna?
En þar sem formannshjúin verða heima á skerinu og ekkert internet aðgengilegt i Guðrúnarstofu vantar einhvern stað til að hóa saman liðinu.
Er einhver sem getur og vill og er með internet tenginu þannig að við getum horft á þetta beint til að taka þetta að sér?
Hugrún er að fara í próf þarna strax eftir helgina þannig að það væri fint ef hægt er að hittast einhvers staðar annars staðar en hjá okkur en ef allt annað þrýtur þá sjáum við til.

Hva segiði félagar???

Endilega setjið inn athugasemd svo við getum ákveðið þetta.

Bestu kveðjur
Ingi og Hugrún, já og Geir :)
Félag íslenskra námsmanna í Osló

Gleðilega páska

09. apríl 2009 klukkan 08:20
Félag íslenskra námsmanna í Osló

Auglýsing

Teljari

  • Heimsóknir í dag: ...
  • Þennan mánuð: ...
  • Frá upphafi: ...

Námsmenn ATH!

Allir þeir sem mögulega hafa áhuga á að mæta á viðburði félagsins geta skráð sig með því að smella á hlekkinn "skrá sig hér" í dálknum fyrir neðan!

Villtur eða villt?

Ertu ný(r) í bænum og ratar ekki neitt? Trafikanten er með síðu sem að leysir öll vandamál hvað það varðar. Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan og þú munt komast að því að Osló er engin stórborg eftir allt.

Innskráningar kubbur